Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag, sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhanessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.
Jafnframt hefur Gnúpur selt um fimm prósenta hlut til FL Group sem á nú um sjö prósent í eigin bréfum.
Gnúpur á um 17,2 prósent í FL Group eða rúma 32 milljarða krónur að markaðsvirði.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Kristinn og Magnús eigi samanlagt 93 prósent hlutafjár í Gnúpi