Nýliðar Sheffield United og Aston Villa gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem fyrri hálfleikurinn var eign gestanna en heimamenn í United voru sterkari aðilinn í þeim síðari.
Stilian Petrov kom Villa yfir strax á 2. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Steven Quinn jafnaði fyrir Sheffield á 50. mínútu og Danny Webber kom liðinu í 2-1 á 64. mínútu - en Milan Baros jafnaði fyrir Villa aðeins 44 sekúndum síðar og þar við sat. Villa komst í 8. sæti deildarinnar með stiginu í kvöld en Sheffield er í því 16.