Ekki öllum harmdauði 11. desember 2006 19:22 Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira