Tengsl milli jafnréttis og velferðar barna 11. desember 2006 19:14 Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum. Í skýrslunni er greint frá aðstæðum barna um allan heim út frá tíðni ungbarnadauða, lífslíkum, heilsu og menntun svo fátt eitt sé nefnt. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi kemur fram að aðstæður barna á Íslandi séu góðar í samanburði við önnur lönd heims og enn sé Ísland meðal þeirra landa sem hafa lægsta tíðni ungbarnadauða. Í skýrslunni er bent á að jafnrétti kynjanna og aukin völd kvenna í heiminum séu mikilvæg fyrir heilbrigði og þróun fjölskyldna, samfélaga og þjóða. Skýrsluhöfundar vitna til rannsóknar á vegum International Food Policy Institution þar sem segir að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd þegar kæmi að ákvarðanatöku myndi vannærðum börnum undir þriggja ára fækka um þrettán prósent í Suður-Asíu - það er rúmum þrettán milljónum færri vannærð börn á svæðinu. Í sunnanverðir Afríku fengju ein komma sjö milljón barna betri næringu. Í skýrslunni er nefndur eins konar leiðarvísir að jafnrétti kynjanna þar sem tekið væri tillit til menntunar kvenna, grasrótarsamtök verði efld og rannsóknir á mæðradauða, ofbeldi gegn konum og atvinnuþátttöku þeirra auknar. Skýrsluhöfundar telja einnig kynjakvóta góða aðferð til að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF Ísland, sagði í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að sú aðferð hefði sannað sig þó umdeild væri. 17 þeirra 20 landa þar sem þátttaka kvenna á þjóðþingi sé mest beiti einhvers konar kynjakvóta. Það séu lönd á borð við Afganistan, Írak og Rúanda og engin þurfi að segja henni það að þessi lönd hafi ekki gott af þátttöku kvenna. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum. Í skýrslunni er greint frá aðstæðum barna um allan heim út frá tíðni ungbarnadauða, lífslíkum, heilsu og menntun svo fátt eitt sé nefnt. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi kemur fram að aðstæður barna á Íslandi séu góðar í samanburði við önnur lönd heims og enn sé Ísland meðal þeirra landa sem hafa lægsta tíðni ungbarnadauða. Í skýrslunni er bent á að jafnrétti kynjanna og aukin völd kvenna í heiminum séu mikilvæg fyrir heilbrigði og þróun fjölskyldna, samfélaga og þjóða. Skýrsluhöfundar vitna til rannsóknar á vegum International Food Policy Institution þar sem segir að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd þegar kæmi að ákvarðanatöku myndi vannærðum börnum undir þriggja ára fækka um þrettán prósent í Suður-Asíu - það er rúmum þrettán milljónum færri vannærð börn á svæðinu. Í sunnanverðir Afríku fengju ein komma sjö milljón barna betri næringu. Í skýrslunni er nefndur eins konar leiðarvísir að jafnrétti kynjanna þar sem tekið væri tillit til menntunar kvenna, grasrótarsamtök verði efld og rannsóknir á mæðradauða, ofbeldi gegn konum og atvinnuþátttöku þeirra auknar. Skýrsluhöfundar telja einnig kynjakvóta góða aðferð til að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF Ísland, sagði í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að sú aðferð hefði sannað sig þó umdeild væri. 17 þeirra 20 landa þar sem þátttaka kvenna á þjóðþingi sé mest beiti einhvers konar kynjakvóta. Það séu lönd á borð við Afganistan, Írak og Rúanda og engin þurfi að segja henni það að þessi lönd hafi ekki gott af þátttöku kvenna.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira