Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum 11. desember 2006 17:11 Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira