
Enski boltinn
Sonko framlengir við Reading

Miðvörðurinn Ibrahima Sonko hjá Reading hefur nú fetað í fótspor félaga síns Ívars Ingimarssonar í vörninni og framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. Sonko er 25 ára og hefur nú gert nýjan og betri samning en þann gamla, sem renna átti út árið 2008. Hann hefur spilað 111 leiki fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Brentford árið 2004.