Arsenal slapp með skrekkinn 10. desember 2006 17:56 Didier Drogba var sjálfum sér til háborinnar skammar með háttalagi sínu í leiknum í dag, en það stóð sem betur fer í skugganum af stórkostlegu marki Michael Essien NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira