Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið.
Aukinn hagnaður félagsins í kjölfar þáttöku í Evrópukeppni félagsliða er þó ekki talinn inn í þessar tölur, en hagnaður félagsins vegna nýrra samninga við styrktaraðila jókst um 10% eftir að félagið samdi við veðmangarann Mansion og íþróttavöruframleiðandann Puma í sumar.