Margrét ætlar að taka sæti ef hún fær það 1. desember 2006 10:29 Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar. MYND/Haraldur Jónasson Margrét Sverrisdóttir, sem sagt var upp störfum í gær sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum. Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar en henni var tjáð að þingflokkurinn vildi gefa henni svigrúm til að sinna framboðsmálum. Margrét segir að eðliegra hefði verið að henni hefði verið boðið að fara í launalaust leyfi. Margrét telur að uppsögn sín tengist andstöðu sinni við Jón Magnússon og framgöngu hans í málefnum innflytjenda. Hún sé fylgjandi því að umræða fari fram um innflytjendur og hún vilji nýta þá fresti sem eru fyrir hendi til að takmarka flæði erlends vinnuafls. Hún vilji ekki að sérstakir hópar séu litnir hornauga og það að tala um kynþætti og trúarhópa eigi ekki heima í þessari umræðu. Margrét ætlar að ræða uppsögn sína við miðstjórn flokksins þar sem þingflokkurinn geti aðeins sagt henni upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins en ekki sem framkvæmdastjóra flokksins. Guðjón A. Kristinsson formaður flokksins sagði í Íslandi í bítið nú í morgun, að þetta ætti ekki að hafa komið Margréti á óvart og að þetta sé ekki ný hugmynd í þingflokknum. Hann sagðist ekki vilja að hún færi úr flokknum. Eðlilegt væri að hún byði sig fram í Reykjavík suður eins og til stæði en flokkurinn vildi ekki að þingmaður gengdi líka launuðu starfi framkvæmdastjóra. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir, sem sagt var upp störfum í gær sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum. Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar en henni var tjáð að þingflokkurinn vildi gefa henni svigrúm til að sinna framboðsmálum. Margrét segir að eðliegra hefði verið að henni hefði verið boðið að fara í launalaust leyfi. Margrét telur að uppsögn sín tengist andstöðu sinni við Jón Magnússon og framgöngu hans í málefnum innflytjenda. Hún sé fylgjandi því að umræða fari fram um innflytjendur og hún vilji nýta þá fresti sem eru fyrir hendi til að takmarka flæði erlends vinnuafls. Hún vilji ekki að sérstakir hópar séu litnir hornauga og það að tala um kynþætti og trúarhópa eigi ekki heima í þessari umræðu. Margrét ætlar að ræða uppsögn sína við miðstjórn flokksins þar sem þingflokkurinn geti aðeins sagt henni upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins en ekki sem framkvæmdastjóra flokksins. Guðjón A. Kristinsson formaður flokksins sagði í Íslandi í bítið nú í morgun, að þetta ætti ekki að hafa komið Margréti á óvart og að þetta sé ekki ný hugmynd í þingflokknum. Hann sagðist ekki vilja að hún færi úr flokknum. Eðlilegt væri að hún byði sig fram í Reykjavík suður eins og til stæði en flokkurinn vildi ekki að þingmaður gengdi líka launuðu starfi framkvæmdastjóra.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira