Þagnar rokkið? 30. nóvember 2006 16:18 Tónlistarþróunarmiðstöðin við Hólmaslóð. Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Sjá meira
Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Sjá meira