Þagnar rokkið? 30. nóvember 2006 16:18 Tónlistarþróunarmiðstöðin við Hólmaslóð. Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira
Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira