Óvenjulegir útgáfutónleikar hjá Todmobile 30. nóvember 2006 15:34 Hljómsveitin Todmobile sendi frá sér plötuna ÓPUS 6 sl. föstudag og fagnar útgáfunni nk. föstudag, þann 1. desember með harla óvenjulegum útgáfutónleikum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.35 en þeir fara fram í Sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins og í beinni útsendingu til allra landsmanna. Áherslan í lagavalinu er á nýju lögin en nokkur eldri fá að fljóta með til að reyna ekki um of á þolrif sjónvarpsáhorfenda. Með þeim Andreu, Eyþóri og Þorvaldi Bjarna koma fram hinir hundtryggu aðstoðarmenn Kjartan, Ólafur og Eiður en auk þeirra stígur á stokk sex manna strengjasveit ásamt því að þeir Stefán og Eyfi syngja bakraddir í einu lagi. Egill Eðvarðsson stýrir útsendingunni og Kiddi, kenndur við Hjálma og Baggalút, stýrir hljóðinu. Þessi plata er fyrsta hljóðversbreiðskífa Todmobile í heil 10 ár. Platan dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að hún er sjötta hljóðversbreiðskífan sem Todmobile sendir frá sér á 18 ára ferli en sveitin var stofnuð árið 1988 af Tónlistarskólanemunum Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Andreu Gylfadóttur og Eyþóri Arnalds. Fyrsta plata Todmobile bar hið stórkarlalega heiti Betra en nokkuð annað, og kom hún út árið 1989. Plata samnefnd sveitinni kom árið 1990 og Ópera var gefin út 1991. Tónleikaplatan 2603 kom út um sumarið 1992 og svanasöngurinn átti að vera platan Spillt árið 1993. Todmobile vaknaði þó aftur til lífsins árið 1996 með Perlum fyrir svín. Ferils-safnplatan Best kom svo árið 2000 en samstarf Todmobile og Sínfóníuhljómsveitar Íslands leiddi til tónleikaplötunnar Sinfónía sem kom út snemma árs 2004. Ópus 6 inniheldur 13 ný lög frá Todmobile en hún var hljóðrituð á haustmánuðum 2006 í Rekjavík, Kópavogi og í Barcelona en þangað flaug hljómsveitin í upphafi október til að leggja lokahönd á gripinn. Segja má að veran í Gotneska hverfinu í fótboltaborginni hafi leitt til þess að útlit plötunnar er allt hið drungalegasta en um leið mjög glæsilegt. Lög plötunnar eru flest eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson en Eyþór Arnalds semur tvö laganna. Textagerðin var alfarið í höndum Andreu Gylfadóttur og Eyþórs Arnalds. Þegar hafa lögin Ljósið ert þú og Lestin heyrst mikið á öldum ljósvakans og eiga mörg fleiri eftir að fylgja í kjölfarið. Todmobile þríeykið er, eins og áður, dyggilega stutt af píanóleikaranum Kjartani Valdemarssyni sem hefur leikið með sveitinni nánast óslitið frá upphafi, Eiði Arnarssyni bassaleikara sem dreginn var um borð í Todmóbílinn í upphafi árs 1990 og Ólafi Hólm trommuleikara, sem var með í blábyrjun en kom svo aftur til leiks árið 2000. Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Todmobile sendi frá sér plötuna ÓPUS 6 sl. föstudag og fagnar útgáfunni nk. föstudag, þann 1. desember með harla óvenjulegum útgáfutónleikum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.35 en þeir fara fram í Sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins og í beinni útsendingu til allra landsmanna. Áherslan í lagavalinu er á nýju lögin en nokkur eldri fá að fljóta með til að reyna ekki um of á þolrif sjónvarpsáhorfenda. Með þeim Andreu, Eyþóri og Þorvaldi Bjarna koma fram hinir hundtryggu aðstoðarmenn Kjartan, Ólafur og Eiður en auk þeirra stígur á stokk sex manna strengjasveit ásamt því að þeir Stefán og Eyfi syngja bakraddir í einu lagi. Egill Eðvarðsson stýrir útsendingunni og Kiddi, kenndur við Hjálma og Baggalút, stýrir hljóðinu. Þessi plata er fyrsta hljóðversbreiðskífa Todmobile í heil 10 ár. Platan dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að hún er sjötta hljóðversbreiðskífan sem Todmobile sendir frá sér á 18 ára ferli en sveitin var stofnuð árið 1988 af Tónlistarskólanemunum Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Andreu Gylfadóttur og Eyþóri Arnalds. Fyrsta plata Todmobile bar hið stórkarlalega heiti Betra en nokkuð annað, og kom hún út árið 1989. Plata samnefnd sveitinni kom árið 1990 og Ópera var gefin út 1991. Tónleikaplatan 2603 kom út um sumarið 1992 og svanasöngurinn átti að vera platan Spillt árið 1993. Todmobile vaknaði þó aftur til lífsins árið 1996 með Perlum fyrir svín. Ferils-safnplatan Best kom svo árið 2000 en samstarf Todmobile og Sínfóníuhljómsveitar Íslands leiddi til tónleikaplötunnar Sinfónía sem kom út snemma árs 2004. Ópus 6 inniheldur 13 ný lög frá Todmobile en hún var hljóðrituð á haustmánuðum 2006 í Rekjavík, Kópavogi og í Barcelona en þangað flaug hljómsveitin í upphafi október til að leggja lokahönd á gripinn. Segja má að veran í Gotneska hverfinu í fótboltaborginni hafi leitt til þess að útlit plötunnar er allt hið drungalegasta en um leið mjög glæsilegt. Lög plötunnar eru flest eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson en Eyþór Arnalds semur tvö laganna. Textagerðin var alfarið í höndum Andreu Gylfadóttur og Eyþórs Arnalds. Þegar hafa lögin Ljósið ert þú og Lestin heyrst mikið á öldum ljósvakans og eiga mörg fleiri eftir að fylgja í kjölfarið. Todmobile þríeykið er, eins og áður, dyggilega stutt af píanóleikaranum Kjartani Valdemarssyni sem hefur leikið með sveitinni nánast óslitið frá upphafi, Eiði Arnarssyni bassaleikara sem dreginn var um borð í Todmóbílinn í upphafi árs 1990 og Ólafi Hólm trommuleikara, sem var með í blábyrjun en kom svo aftur til leiks árið 2000.
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira