Thomas Sörensen í aðgerð

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Sörensen hjá Aston Villa þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla semhann varð fyrir þegar hann lenti í samstuði við Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough um helgina. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en ljóst er að hann verður frá keppni í að minnsta kosti nokkrar vikur.