Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér.
Fyrirtæki og verslanir í Bretlandi hafa hins vegar kvartað vegna þessa. Sögðust þau hafa orðið af umtalsverðum tekjum og fóru með málið fyrir Evrópudómsstólinn.
Fjármálaráðuneyti Bretlands sagði ennfremur að niðurstaðan væri ákveðinn sigur enda hafi ríkið orðið af allt að einum milljarði pundum eða 137 milljörðum íslenskra króna.