Launavísitala í október hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,0%, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
Hæst hækkaði vísitalan um 3,3 prósent í janúar en minnst um 0,3 prósent í mars. Á sama tíma fyrir ári hækkaði launavísitalan um 0,3 prósent á milli mánaða.