Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum.
Tyrkneski miðjumaðurinn Tugay kom Blackburn yfir í fyrri hálfleik en á 60. mínútu þess síðari braut hann á Jermain Defoe innan vítateigs með þeim afleiðingum að honum var vikið af leikvelli og Tottenham var dæmd vítaspyrna. Defoe skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni.
Á lokamínútu leiksins var Hossam Ghaly vikið af leikvelli hjá Tottenham fyrir gróft brot.