Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar 16. nóvember 2006 22:56 Alan Pardew líst vel á áform Eggerts Magnússonar NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. Talið er víst að nú fari að draga til tíðinda á allra næstu dögum um það hvort það verður hópur Eggerts eða hópur Íranans Kia Joorabchian sem eignist félagið. Pardew segist viss um að Eggert og félagar séu réttu mennirnir til að leiða West Ham inn í nýja og spennandi tíma. "Blaðamenn vissu reyndar af þessum fundi okkar Eggerts löngu á undan mér, en hann var góður og ég get fullvissað stuðningsmenn West Ham um að þeir hefðu viljað heyra það sem Eggert sagði við mig. Hann hefur að mínu mati nokkuð góða hugmynd um það hvað hann vill gera við félagið og mér leið vel eftir fund okkar - rétt eins og eftir að ég hitti Joorabchian. Báðir aðilar virðast ákveðnir í að koma West Ham í Meistaradeildina og þó við séum augljóslega ekki í aðstöðu til að láta okkur dreyma um það akkúrat í augnablikinu, hljótum við að geta hert róðurinn fljótlega eftir yfirtöku rétt eins og t.d. Aston Villa hefur gert. Það eina sem stendur okkur fyrir þrifum í augnablikinu er óvissan og því vona ég að þetta mál fari að leysast fljótlega," sagði Pardew, en svo virðist sem bæði Eggert og Joorabchian hafi lofað að leyfa honum að gegna stöðu knattspyrnustjóra áfram, þó gengi liðsins hafi verið afleitt framan af vetri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. Talið er víst að nú fari að draga til tíðinda á allra næstu dögum um það hvort það verður hópur Eggerts eða hópur Íranans Kia Joorabchian sem eignist félagið. Pardew segist viss um að Eggert og félagar séu réttu mennirnir til að leiða West Ham inn í nýja og spennandi tíma. "Blaðamenn vissu reyndar af þessum fundi okkar Eggerts löngu á undan mér, en hann var góður og ég get fullvissað stuðningsmenn West Ham um að þeir hefðu viljað heyra það sem Eggert sagði við mig. Hann hefur að mínu mati nokkuð góða hugmynd um það hvað hann vill gera við félagið og mér leið vel eftir fund okkar - rétt eins og eftir að ég hitti Joorabchian. Báðir aðilar virðast ákveðnir í að koma West Ham í Meistaradeildina og þó við séum augljóslega ekki í aðstöðu til að láta okkur dreyma um það akkúrat í augnablikinu, hljótum við að geta hert róðurinn fljótlega eftir yfirtöku rétt eins og t.d. Aston Villa hefur gert. Það eina sem stendur okkur fyrir þrifum í augnablikinu er óvissan og því vona ég að þetta mál fari að leysast fljótlega," sagði Pardew, en svo virðist sem bæði Eggert og Joorabchian hafi lofað að leyfa honum að gegna stöðu knattspyrnustjóra áfram, þó gengi liðsins hafi verið afleitt framan af vetri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira