
Enski boltinn
Newell heldur starfi sínu

Mike Newell, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Luton Town, slapp með harða aðvörun frá fundi sínum með stjórn félagsins í dag eftir að hann lét hrokafull ummæli falla um konu sem var aðstoðardómari á leik liðsins á laugardaginn var. Newell baðst afsökunar á yfirlýsingum sínum og sagði að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur.