Ticket hefur keypt sænsku viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel. Kaupverð er háð rekstrarárangri MZ á þessu ári og getur hæst farið í 750 milljónir króna.
Velta MZ nam um átta milljörðum króna í fyrra og skilaði félagið þá um fjörutíu milljóna króna hagnaði.
Ticket, sem er skráð í Kauphöllina í Stokkhólmi, er að fjórðungshluta í eigu Fons, félags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.