CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda 13. nóvember 2006 03:56 Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum. Game Tækni Viðskipti Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum.
Game Tækni Viðskipti Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira