Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur nú snúið aftur til London þar sem hann ætlar sér að halda áfram að vinna sér sæti í liði Totteham. Emil gerði gott mót með Malmö í Svíþjóð sem lánsmaður á síðustu mánuðum, en samkvæmt heimasíðu félagsins hefur hann ákveðið að reyna aftur fyrir sér á Englandi.
Í viðtali á heimasíðu Malmö sagði Emil að hann væri þakklátur stuðningsmönnum Malmö sem hefðu tekið sér vel og bætti við að hann hefði þroskast mikið sem leikmaður á þeim tíma sem hann hefði verið í herbúðum liðsins. Hann ætti hinsvegar eitt ár eftir af samningi sínum með Tottenham og ætlaði að gera eina tilraun enn til að ná að sanna sig á Englandi.