Spár sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum benda til þess að Demókratar hafi unnið þrjú sæti af Repúblikönum, af þeim fimmtán sem þeir þurfa til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Demókratar hafa náð öldungadeildarþingsætum í Pensilvaínu, Ohio og á Rhode Island. Repúblikanar leiða hins vegar mjög naumt kapphlaupin um öldungadeildarsætin í Tennessee og Virginíu. Þessi sæti eru Demókrötum mikilvæg ætli þeirra að ná völdum í Öldungadeildinni.
Demókratar á siglingu
