Kl. 20:15 í kvöld verður sýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni Sýn um feril Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Sem kunnugt er gekk Eiður Smári í raðir Barcelona í sumar eftir að hafa spilað í sex ár með Chelsea.
Í þættinum verða meðal annars öll mörkin sem hann skoraði fyrir Chelsea á ferlinum sýnd, en þá voru alls 78 talsins í 263 leikjum. Auk þess er ítarlegt viðtal við Eið Smára þar sem hann fer í gegnum alla sögu sína hjá Englandsmeisturunum.