Íslenski boltinn

Þór/KA áfrýjar til ÍSÍ

Enn liggur ekki fyrir hvort það verður Þór/KA eða ÍR sem tekur sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili eftir að forráðamenn kvennaliðs Þórs/KA áfrýjuðu í dag niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir um það bil 10 daga.

Málið hefur vakið mikla athygli og snerist um að KSÍ veitti ólöglegum leikmanni leikheimild í umspilsleikjum liðanna í haust og ljóst að hvorugur aðili ætlar að gefa sig í málinu. KSÍ viðurkenndi að hafa gert mistök og dæmdi ÍR því sæti í efstu deild, en nú fer málið fyrir æðsta dómstól - áfrýjunardómstól ÍSÍ. Frestur norðanliðsins til að áfrýja rann út í dag staðfestu forráðamenn félagsins að áfrýjað hefði verið til ÍSÍ í samtali við Þorstein Gunnarsson íþróttafréttamann á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×