Hjálparhella Íslendinga bendluð við peningaþvætti 3. nóvember 2006 18:32 Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstrablaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Ekstrablaðið heldur í dag áfram viðleitni sinni að bendla íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti. Slagkrafturinn í fréttaskýringunni er þó eitthvað að minnka því ekki er minnst á hana á forsíðunni í dag en inni í blaðinu er opnugrein um fjarskiptaráðherra í ríkisstjórn Pútíns í Rússlandi. Sá heitir Leonid Reiman og samkvæmt Extrablaðinu þáði Reiman eina milljón dollara í mútur fyrir fjórtán árum. Það mun hafa verið breskur kaupsýslumaður sem bar fé á Reiman í tengslum við stofnun símafyrirtækis í sankti Pétursborg. Peningarnir voru lagðir inn á reikning í svissneska bankanum Credit Suisse en skömmu síðar voru þeir komnir inn á reikning í Den Danske bank í Kaupmannahöfn. Í Danmörku var féð notað til að stofna danskt hlutafélag - Danco Finans, sem keypti síðan sumarbústað. Samkvæmt skjölum sem Ekstrablaðið hefur undir höndum var það Jeff Galmand, danskur lögmaður íslenskra kaupsýslumanna, sem sá um allar peningafærslurnar fyrir Reiman en Galmand segir í blaðinu í dag að breski kaupsýslumaðurinn sé lygalaupur. Ekki er minnst á Íslendinga í greininni í dag að öðru leyti en því að rifjað er upp að fyrrnefndur lögmaður, Jeff Galmand, hafi unnið fyrir Íslendinga og að Galmand sé nú bendlaður við leppfyrirtæki og peningaþvætti á rússnesku fé. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstrablaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Ekstrablaðið heldur í dag áfram viðleitni sinni að bendla íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti. Slagkrafturinn í fréttaskýringunni er þó eitthvað að minnka því ekki er minnst á hana á forsíðunni í dag en inni í blaðinu er opnugrein um fjarskiptaráðherra í ríkisstjórn Pútíns í Rússlandi. Sá heitir Leonid Reiman og samkvæmt Extrablaðinu þáði Reiman eina milljón dollara í mútur fyrir fjórtán árum. Það mun hafa verið breskur kaupsýslumaður sem bar fé á Reiman í tengslum við stofnun símafyrirtækis í sankti Pétursborg. Peningarnir voru lagðir inn á reikning í svissneska bankanum Credit Suisse en skömmu síðar voru þeir komnir inn á reikning í Den Danske bank í Kaupmannahöfn. Í Danmörku var féð notað til að stofna danskt hlutafélag - Danco Finans, sem keypti síðan sumarbústað. Samkvæmt skjölum sem Ekstrablaðið hefur undir höndum var það Jeff Galmand, danskur lögmaður íslenskra kaupsýslumanna, sem sá um allar peningafærslurnar fyrir Reiman en Galmand segir í blaðinu í dag að breski kaupsýslumaðurinn sé lygalaupur. Ekki er minnst á Íslendinga í greininni í dag að öðru leyti en því að rifjað er upp að fyrrnefndur lögmaður, Jeff Galmand, hafi unnið fyrir Íslendinga og að Galmand sé nú bendlaður við leppfyrirtæki og peningaþvætti á rússnesku fé.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira