
Handbolti
Ísland lagði Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld 30-26 sigur á því austurríska á æfingamóti sem haldið er í Hollandi. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 9 mörk fyrir íslenska liðið, þar af 5 úr vítum, Sólveig Kjærnested skoraði 7 mörk og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði 5 mörk. Íris Símonardóttir varði 24 skot í markinu. Íslenska liðið mætir Portúgal á morgun.