Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hefja snjóframleiðslu í Oddsskarði í vetur og verður framleiðslan til að byrja með í byrjendabrekkunum.
Varið verður fimm milljónum króna til tækjakaupa og hefur þegar verið gert tilboð í tvær notaðar snjóframleiðsluvélar í útlöndum. Snjóleysi hefur verið á svæðinu undanfarna vetur og hefur ítrekað orðið að hætta við skíðamót vegna þess.