Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum.
"Fyrri hálfleikurinn var það besta sem ég hef séð frá liðinu á tímabilinu ásamt fyrsta hálftímanum gegn Galatasaray í Meistaradeildinni um daginn. Við héldum góðum hraða og náðum að halda honum og gáfum stuðningsmönnunum það sem þeir komu til að sjá," sagði Benitez.