Torfæruhjól skemma reiðgötur 25. október 2006 18:11 Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira