Standa verði vörð um almannaþjónustuna 25. október 2006 14:41 MYND/ÞÖK Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Ögmundur benti á að gífurleg þensla hefði verið hér á landi og að á þessu ári hefðju sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn frá útlöndum og varaði hann við að farið yrði of geyst í sakirnar.„Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Það er rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Fólk sættir sig ekki við vinnuálag, aðbúnað og launakjör, hugsanlega í þessari forgangsröð; neitar að vinna störfin," sagði Ögmundur.Hann sagði enn fremur að unnið væri að því að bæta vaktafyrirkomulagið innan grunnþjónustunnar með það fyrir augum að gera það meira aðlaðandi. „Við höfum ráðist í umfangsmiklar kannanir í þessu augnamiði og sú niðurstaða sem ég hef komist að fyrir mitt leyti er að manneklan veldur því, ekki síst á sjúkrastofnunum, að ekkert kerfi getur gengið upp. Ef ekki eru settir umtalsverðir fjármunir inn í heilbrigðiskerfið núna þá verður þar stórslys. Þetta leyfi ég mér að fullyrða."Í ræðu sinni kom Ögmundur einnig inn á að síðustu ár hefðu einkennst af markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar á Vesturlöndum. Fjármálakerfið og símaþjónusta hefðu verið einkavædd og ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar lytu í vaxandi mæli markaðslögmálum.„Með því að færa undirstöðuþætti almannaþjónustunnar undan handarjaðri almennings eru völdin færð til nýrra eigenda, handhafa fjármagnsins. Þess vegna dregur einkavæðingin úr áhrifum almennings en eykur að sama skapi tök fjármálamanna á þjóðlífinu. Vilji menn hins vegar kröftugt lýðræðisþjóðfélag þá gefur auga leið að þeir hinir sömu verða að standa vörð um almannaþjónustuna. Ekki nóg með það: Hana þarf að stórefla," sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Ögmundur benti á að gífurleg þensla hefði verið hér á landi og að á þessu ári hefðju sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn frá útlöndum og varaði hann við að farið yrði of geyst í sakirnar.„Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Það er rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Fólk sættir sig ekki við vinnuálag, aðbúnað og launakjör, hugsanlega í þessari forgangsröð; neitar að vinna störfin," sagði Ögmundur.Hann sagði enn fremur að unnið væri að því að bæta vaktafyrirkomulagið innan grunnþjónustunnar með það fyrir augum að gera það meira aðlaðandi. „Við höfum ráðist í umfangsmiklar kannanir í þessu augnamiði og sú niðurstaða sem ég hef komist að fyrir mitt leyti er að manneklan veldur því, ekki síst á sjúkrastofnunum, að ekkert kerfi getur gengið upp. Ef ekki eru settir umtalsverðir fjármunir inn í heilbrigðiskerfið núna þá verður þar stórslys. Þetta leyfi ég mér að fullyrða."Í ræðu sinni kom Ögmundur einnig inn á að síðustu ár hefðu einkennst af markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar á Vesturlöndum. Fjármálakerfið og símaþjónusta hefðu verið einkavædd og ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar lytu í vaxandi mæli markaðslögmálum.„Með því að færa undirstöðuþætti almannaþjónustunnar undan handarjaðri almennings eru völdin færð til nýrra eigenda, handhafa fjármagnsins. Þess vegna dregur einkavæðingin úr áhrifum almennings en eykur að sama skapi tök fjármálamanna á þjóðlífinu. Vilji menn hins vegar kröftugt lýðræðisþjóðfélag þá gefur auga leið að þeir hinir sömu verða að standa vörð um almannaþjónustuna. Ekki nóg með það: Hana þarf að stórefla," sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira