Sir Alex Ferguson getur væntanlega stillt upp nokkuð sterku liðið í stórleiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en þeir Rio Ferdinand, Gabriel Heinze og Gary Neville eru allir að verða búnir að ná sér af meiðslum sínum og eru farnir að æfa á fullu. Þá verður Ryan Giggs líka í liði United, en hann missti af Evrópuleiknum í gær vegna veikinda.
Ferdinand var meiddur á hálsi, Gary Neville var meiddur á kálfa og Heinze var meiddur á læri, en sá síðastnefndi er hvað tæpastur fyrir stórleikinn á sunnudag. Ferguson er þó bjartsýnn á að hann verði búinn að ná sér.