Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu 18. október 2006 12:09 Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira