Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu 18. október 2006 12:09 Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent