Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða 18. október 2006 13:15 Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni. Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni.
Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira