Afmælistónleikar Sykurmolanna 12. október 2006 20:31 Sykurmolarnir saman í Laugardalshöll í nóvember. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi). Lífið Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi).
Lífið Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira