Atorka áminnt og gert að greiða sekt 2. október 2006 20:02 Kauphöll Íslands. MYND/Gunnar V. Andrésson Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem er skráð í Kauphöll Íslands og er meðal 15 félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að þann 30. ágúst síðastliðinn hafi Atorka sent Kauphöllinni fréttatilkynningu um leið og sex mánaða uppgjör félagsins var birt. Fyrirsögn tilkynningar hafi verið „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna". Við lestur uppgjörsins hafi komið í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram hafi komið í fréttatilkynningunni hafi aðeins verið lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur hafi verið þar að finna um samstæðuna. Að mati Kauphallarinnar hefur Atorka ekki enn birt fullnægjandi leiðréttingu á fréttatilkynningunni, þrátt fyrir að þess hafi verið óskað ítrekað. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir framsetning félagsins á tilkynningunni til þess fallin að villa um fyrir fjárfestum. Félaginu sé skylt að miða tilkynningu sem þessa við samstæðuuppgjör en upplýsingar um uppgjör móðurfélagsins séu settar í fyrirsögn og það gert að meginefni tilkynningarinnar. Kauphöllin byggir ámynningu og févíti á samningi Atorku við Kauphöllina vegna skráningar hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Atorka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að málið byggi á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gildi um Kauphöllina og uppgjör fyrirtækja. Atorka sé það fjárfestingarfélag í Kauphöll Íslands sem birtir ítarlegustu uppgjör um starfsemi sína. Hafi félagið meðal annars birt uppgjör Atorku sjálfs (móðurfélagsuppgjör) sem og uppgjör fyrir samstæðuna sem heyri undir félagið (samstæðuuppgjör). Samkvæmt alþjóðlegum reikninsskilastöðlum geti afkoma móðurfélags og samstæðu verið mismunandi. Atorka geri rækilega grein fyrir mun þessara uppgjöra í upplýsingagjöf sinni um þau. Atorka birti bæði uppgjörin umfram skyldu en eftir 1. janúar næstkomandi verður öllum félögum skráðum í Kauphöll Íslands skylt að gera þetta vegna fyrirmæla í lögum um ársreikninga. Í fréttatilkynningu frá Atorku segir að í stað þess að verðlauna félagið fyrir þessa ítarlegu og vönduðu upplýsingagjöf hafi kauphöllin kosið að sekta félagið og áminna. Þetta sé ekki gert vegna reikningsskila félagsins, sem Kauphöll Íslands gerir engar athugasemdir við. Þannig gerir Kauphöll sem dæmi engar athugsemdir við það afkomuhugtak sem notast sé við í reikningsskilunum. Þetta sé eingöngu gert vegna vals á texta í fyrirsögn. Sú fyrirsögn sé að mati Atorku fjarri því að vera villandi, heldur lýsir glögglega afkomu félagsins. Telja forsvarsmenn Atorku að ákvörðun Kauphallar Íslands sé algjörlega órökstudd og hvergi svarað ítarlegum rökstuðningi í bréfi Atorku sem sent hafi verið til Kauphallar Íslands 25. september síðastliðinn. Þar sé byggt á ákvæðum í íslenskri löggjöf um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og EES reglum. Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands sé því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka hafi óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum kauphallarinnar og gert margar tilraunir til að leysa málið, meðal annars með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum hafi starfsmenn Kauphallarinnar sinnt lítt. Atorka hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar ákvörðun Kauphallar Íslands og lýsir hana ábyrga fyrir öllu tjóni sem af þessu kann að hljótast. Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Tilkynning Kauphallar Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem er skráð í Kauphöll Íslands og er meðal 15 félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að þann 30. ágúst síðastliðinn hafi Atorka sent Kauphöllinni fréttatilkynningu um leið og sex mánaða uppgjör félagsins var birt. Fyrirsögn tilkynningar hafi verið „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna". Við lestur uppgjörsins hafi komið í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram hafi komið í fréttatilkynningunni hafi aðeins verið lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur hafi verið þar að finna um samstæðuna. Að mati Kauphallarinnar hefur Atorka ekki enn birt fullnægjandi leiðréttingu á fréttatilkynningunni, þrátt fyrir að þess hafi verið óskað ítrekað. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir framsetning félagsins á tilkynningunni til þess fallin að villa um fyrir fjárfestum. Félaginu sé skylt að miða tilkynningu sem þessa við samstæðuuppgjör en upplýsingar um uppgjör móðurfélagsins séu settar í fyrirsögn og það gert að meginefni tilkynningarinnar. Kauphöllin byggir ámynningu og févíti á samningi Atorku við Kauphöllina vegna skráningar hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Atorka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að málið byggi á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gildi um Kauphöllina og uppgjör fyrirtækja. Atorka sé það fjárfestingarfélag í Kauphöll Íslands sem birtir ítarlegustu uppgjör um starfsemi sína. Hafi félagið meðal annars birt uppgjör Atorku sjálfs (móðurfélagsuppgjör) sem og uppgjör fyrir samstæðuna sem heyri undir félagið (samstæðuuppgjör). Samkvæmt alþjóðlegum reikninsskilastöðlum geti afkoma móðurfélags og samstæðu verið mismunandi. Atorka geri rækilega grein fyrir mun þessara uppgjöra í upplýsingagjöf sinni um þau. Atorka birti bæði uppgjörin umfram skyldu en eftir 1. janúar næstkomandi verður öllum félögum skráðum í Kauphöll Íslands skylt að gera þetta vegna fyrirmæla í lögum um ársreikninga. Í fréttatilkynningu frá Atorku segir að í stað þess að verðlauna félagið fyrir þessa ítarlegu og vönduðu upplýsingagjöf hafi kauphöllin kosið að sekta félagið og áminna. Þetta sé ekki gert vegna reikningsskila félagsins, sem Kauphöll Íslands gerir engar athugasemdir við. Þannig gerir Kauphöll sem dæmi engar athugsemdir við það afkomuhugtak sem notast sé við í reikningsskilunum. Þetta sé eingöngu gert vegna vals á texta í fyrirsögn. Sú fyrirsögn sé að mati Atorku fjarri því að vera villandi, heldur lýsir glögglega afkomu félagsins. Telja forsvarsmenn Atorku að ákvörðun Kauphallar Íslands sé algjörlega órökstudd og hvergi svarað ítarlegum rökstuðningi í bréfi Atorku sem sent hafi verið til Kauphallar Íslands 25. september síðastliðinn. Þar sé byggt á ákvæðum í íslenskri löggjöf um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og EES reglum. Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands sé því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka hafi óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum kauphallarinnar og gert margar tilraunir til að leysa málið, meðal annars með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum hafi starfsmenn Kauphallarinnar sinnt lítt. Atorka hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar ákvörðun Kauphallar Íslands og lýsir hana ábyrga fyrir öllu tjóni sem af þessu kann að hljótast. Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Tilkynning Kauphallar Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira