Atorka áminnt og gert að greiða sekt 2. október 2006 20:02 Kauphöll Íslands. MYND/Gunnar V. Andrésson Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem er skráð í Kauphöll Íslands og er meðal 15 félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að þann 30. ágúst síðastliðinn hafi Atorka sent Kauphöllinni fréttatilkynningu um leið og sex mánaða uppgjör félagsins var birt. Fyrirsögn tilkynningar hafi verið „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna". Við lestur uppgjörsins hafi komið í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram hafi komið í fréttatilkynningunni hafi aðeins verið lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur hafi verið þar að finna um samstæðuna. Að mati Kauphallarinnar hefur Atorka ekki enn birt fullnægjandi leiðréttingu á fréttatilkynningunni, þrátt fyrir að þess hafi verið óskað ítrekað. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir framsetning félagsins á tilkynningunni til þess fallin að villa um fyrir fjárfestum. Félaginu sé skylt að miða tilkynningu sem þessa við samstæðuuppgjör en upplýsingar um uppgjör móðurfélagsins séu settar í fyrirsögn og það gert að meginefni tilkynningarinnar. Kauphöllin byggir ámynningu og févíti á samningi Atorku við Kauphöllina vegna skráningar hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Atorka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að málið byggi á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gildi um Kauphöllina og uppgjör fyrirtækja. Atorka sé það fjárfestingarfélag í Kauphöll Íslands sem birtir ítarlegustu uppgjör um starfsemi sína. Hafi félagið meðal annars birt uppgjör Atorku sjálfs (móðurfélagsuppgjör) sem og uppgjör fyrir samstæðuna sem heyri undir félagið (samstæðuuppgjör). Samkvæmt alþjóðlegum reikninsskilastöðlum geti afkoma móðurfélags og samstæðu verið mismunandi. Atorka geri rækilega grein fyrir mun þessara uppgjöra í upplýsingagjöf sinni um þau. Atorka birti bæði uppgjörin umfram skyldu en eftir 1. janúar næstkomandi verður öllum félögum skráðum í Kauphöll Íslands skylt að gera þetta vegna fyrirmæla í lögum um ársreikninga. Í fréttatilkynningu frá Atorku segir að í stað þess að verðlauna félagið fyrir þessa ítarlegu og vönduðu upplýsingagjöf hafi kauphöllin kosið að sekta félagið og áminna. Þetta sé ekki gert vegna reikningsskila félagsins, sem Kauphöll Íslands gerir engar athugasemdir við. Þannig gerir Kauphöll sem dæmi engar athugsemdir við það afkomuhugtak sem notast sé við í reikningsskilunum. Þetta sé eingöngu gert vegna vals á texta í fyrirsögn. Sú fyrirsögn sé að mati Atorku fjarri því að vera villandi, heldur lýsir glögglega afkomu félagsins. Telja forsvarsmenn Atorku að ákvörðun Kauphallar Íslands sé algjörlega órökstudd og hvergi svarað ítarlegum rökstuðningi í bréfi Atorku sem sent hafi verið til Kauphallar Íslands 25. september síðastliðinn. Þar sé byggt á ákvæðum í íslenskri löggjöf um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og EES reglum. Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands sé því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka hafi óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum kauphallarinnar og gert margar tilraunir til að leysa málið, meðal annars með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum hafi starfsmenn Kauphallarinnar sinnt lítt. Atorka hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar ákvörðun Kauphallar Íslands og lýsir hana ábyrga fyrir öllu tjóni sem af þessu kann að hljótast. Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Tilkynning Kauphallar Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem er skráð í Kauphöll Íslands og er meðal 15 félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að þann 30. ágúst síðastliðinn hafi Atorka sent Kauphöllinni fréttatilkynningu um leið og sex mánaða uppgjör félagsins var birt. Fyrirsögn tilkynningar hafi verið „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna". Við lestur uppgjörsins hafi komið í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram hafi komið í fréttatilkynningunni hafi aðeins verið lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur hafi verið þar að finna um samstæðuna. Að mati Kauphallarinnar hefur Atorka ekki enn birt fullnægjandi leiðréttingu á fréttatilkynningunni, þrátt fyrir að þess hafi verið óskað ítrekað. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir framsetning félagsins á tilkynningunni til þess fallin að villa um fyrir fjárfestum. Félaginu sé skylt að miða tilkynningu sem þessa við samstæðuuppgjör en upplýsingar um uppgjör móðurfélagsins séu settar í fyrirsögn og það gert að meginefni tilkynningarinnar. Kauphöllin byggir ámynningu og févíti á samningi Atorku við Kauphöllina vegna skráningar hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Atorka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að málið byggi á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gildi um Kauphöllina og uppgjör fyrirtækja. Atorka sé það fjárfestingarfélag í Kauphöll Íslands sem birtir ítarlegustu uppgjör um starfsemi sína. Hafi félagið meðal annars birt uppgjör Atorku sjálfs (móðurfélagsuppgjör) sem og uppgjör fyrir samstæðuna sem heyri undir félagið (samstæðuuppgjör). Samkvæmt alþjóðlegum reikninsskilastöðlum geti afkoma móðurfélags og samstæðu verið mismunandi. Atorka geri rækilega grein fyrir mun þessara uppgjöra í upplýsingagjöf sinni um þau. Atorka birti bæði uppgjörin umfram skyldu en eftir 1. janúar næstkomandi verður öllum félögum skráðum í Kauphöll Íslands skylt að gera þetta vegna fyrirmæla í lögum um ársreikninga. Í fréttatilkynningu frá Atorku segir að í stað þess að verðlauna félagið fyrir þessa ítarlegu og vönduðu upplýsingagjöf hafi kauphöllin kosið að sekta félagið og áminna. Þetta sé ekki gert vegna reikningsskila félagsins, sem Kauphöll Íslands gerir engar athugasemdir við. Þannig gerir Kauphöll sem dæmi engar athugsemdir við það afkomuhugtak sem notast sé við í reikningsskilunum. Þetta sé eingöngu gert vegna vals á texta í fyrirsögn. Sú fyrirsögn sé að mati Atorku fjarri því að vera villandi, heldur lýsir glögglega afkomu félagsins. Telja forsvarsmenn Atorku að ákvörðun Kauphallar Íslands sé algjörlega órökstudd og hvergi svarað ítarlegum rökstuðningi í bréfi Atorku sem sent hafi verið til Kauphallar Íslands 25. september síðastliðinn. Þar sé byggt á ákvæðum í íslenskri löggjöf um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og EES reglum. Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands sé því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka hafi óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum kauphallarinnar og gert margar tilraunir til að leysa málið, meðal annars með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum hafi starfsmenn Kauphallarinnar sinnt lítt. Atorka hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar ákvörðun Kauphallar Íslands og lýsir hana ábyrga fyrir öllu tjóni sem af þessu kann að hljótast. Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Tilkynning Kauphallar Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira