Guðjón Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍA um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeildinni. Það hefur lengi legið í loftinu að Guðjón sneri aftur á fornar slóðir, en Fréttablaðið birti fyrst fréttir þessa efnis í fyrir um tveimur vikum.
Ítarlegt viðtal verður við Guðjón í kvöldfréttum NFS klukkan 19:20 í kvöld, en tilkynnt var formlega um ráðningu hans á blaðamannafundi í hádeginu.