Sviss, Finnland og Svíþjóð eru í þremur efstu sætum yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heimsins, samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum, sem kom út í dag. Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fyrra en fellu niður í sjötta sæti. Ísland fer upp um tvö sæti á milli ára og vermir nú 14. sætið yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims.
Í skýrslu World Economic Forum, sem heitir Global Competitiveness Report 2006-2007, er samkeppnishæfni 125 landa kannað en meðal annars er litið til þeirra opinberu gagna sem fyrir liggja um samkeppnishæfni landanna.
Nokkrar breytingar hafa orðið á sætaskipan listans á milli ára. Sviss, sem í ár vermir fyrsta sætið var í 4. sæti í fyrra en Finnland stendur í stað á milli ára. Svíþjóð fer úr 7. sæti í það þriðja en Danmörk fer niður um eitt sæti, úr því 3. í 4. sæti. Singapúr situr hins vegar í fimmta sæti líkt og í fyrra.
Samkeppnishæfasta hagkerfið í Sviss
Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent