Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent í október og muni 12 mánaða verðbólga standa í stað í 7,6 prósentum.
Deildin segir að hækkun á matvöruverði, fatnaði og húsnæði leggi mest til hækkunar á vísitölunni en lækkun eldsneytisverðs vegi á móti. Matvælaverð hafi hækkað mikið að undanförnu og gerir greiningardeildin ráð fyrir að svo muni verða áfram.
Þá mun lok sumarútsala vera enn að skila sér inn í verðalag og er gert ráð fyrir um 4 prósenta hækkun á fatnaði og skóm milli mánaða.
Hærra fasteignaverð mun leiða til 0,08 prósenta hækkun á neysluverðsvísitölunni, samkvæmt mati greiningardeildarinnar.
Afnotagjöld munu sömuleiðis hækka um 8 prósent um næstu mánaðarmót sem að mati Greiningardeildar mun leiða til 0,05% hækkun neysluverðsvísitölunnar.
Eldsneytisverð hefur lækkað í mánuðinum og leiðir það til 0,25 prósenta lækkun á vísitölunni.