Bryan Robson hættur hjá WBA

Stjórn enska 1. deildafélagsins West Brom hefur komist að samkomulagið við Bryan Robson um að hann láti af störfum sem knattspyrnustjóri félagsins. Robson náði að halda liðinu í úrvalsdeildinni á undraverðan hátt árið 2004, en liðið féll niður um deild í vor og hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er þessari leiktíð.