
Sport
Orðaður við bandaríska landsliðið

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson, sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar, er nú orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna. Fréttir frá Bandaríkjunum herma að Eriksson hafi átt fund með knattspyrnusambandinu þar í landi, en auk hans hafa þeir Jurgen Klinsmann og Jose Pekerman verið nefndir til sögunnar sem líklegir eftirmenn Bruce Arena.