Það verður mikið um að vera í íþróttalífinu hér heima sem og erlendis um helgina. Af innlendum vettvangi má nefna að úrslit fara langt með að ráðast í fyrstu- og Landsbankadeild karla í knattspyrnu og þá fer sjálfur bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki fram á morgun. Þá fer allt á fullt í spænska- og enska boltanum um helgina.
Sýn verður með beina útsendingu frá fyrsta heimaleik Barcelona í spænsku deildinni á morgun þegar liðið mætir Osasuna. Þá verður stöðin með beina útsendingu frá leik Breiðabliks og ÍA, en auk þess verður fylgst vel með gangi mála í Eyjum, þar sem FH-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Auk þessa verða fleiri leikir í spænska boltanum um helgina og þá verður boðið upp á leik úr amerísku NFL-deildinni. Nánar má lesa um atburði helgarinnar á Sýn á heimasíðu stöðvarinnar http://syn.visir.is/
Að lokum er rétt að minna á að riðlakeppni meistaradeildar Evrópu hefst með miklum látum á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið og verður fjöldi leikja í boði á Sýn og Sýn Extra.