Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst. Þar af telst 3,1 milljarður króna til almennra lána en 100 milljónir til leiguíbúðalána.Þetta er samdráttur frá júlí en þá námu heildarútlán sjóðsins 5,1 milljarði króna.
Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs segir að sumarleyfi í ágúst kunni að skýra samdráttinn en einnig virðist umsvif í mánuðinum kunna að hafa minnkað almennt vegna breyttra markaðsaðstæðna.

