Frá í tvo mánuði eftir aðgerð

Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque, sem nýverið gekk í raðir Tottenham, verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Þá þykir ljóst að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov muni missa af leik Tottenham og Manchester United um helgina vegna nárameiðsla.