Magni Ásgeirsson komst örugglega áfram í lokaþátt Rockstar:Supernova sem verður í næstu viku.
Magni og hinn ástralski Toby voru öryggir frá byrjun og lentu aldrei í neðstu þremur sætunum. Þau sæti komu í hlut Lukasar, Dilönu og Storm en Supernova félagar ákváðu að senda Storm heim í gær. Lokaþátturinn verður á miðvikudaginn í næstu viku en þá mun það endanlega skýrast hver verður söngvari Supernova hljómsveitarinnar.
Magni hefur nú þegar unnið sé inn eina milljón króna frá SPRON sem hét á söngvarann ef hann kæmist í úrslitaþáttinn.
Magni áfram í lokaþáttinn
