KR - ÍBV í beinni á Sýn

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld, en hér er um að ræða fyrstu leikina í 15. umferðinni. Leikur KR og ÍBV verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50 frá KR-velli. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Skipaskaga og þá eigast við Grindavík og Víkingur suður með sjó. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00.