Landsbanki Íslands, aðalstyrktaraðili efstu deildar karla- og kvenna í knattspyrnunni hér á landi, hefur í tilefni af 120 ára afmæli sínu ákveðið að hrinda af stað verkefni sem kallað hefur verið "Skorað fyrir gott málefni." Bankinn ætlar að gefa veglega fjárhæð til styrktar hjartveikum börnum fyrir hvert skorað mark í næstu umferð karla- og kvennadeildarinnar.
Um 70 börn greinast með hjartagalla á Íslandi ár hvert og hefur Landsbankinn ákveðið að styrkja styrktarfélagi hjartveikra barna, Neistanum, þá upphæð sem safnast mun í næstu umferð í boltanum. Þá mun Landsbankinn bjóða hjartveikum börnum sérstaklega á knattspyrnuleiki sinna uppáhalds liða í Landsbankadeildinni.