Íranar reiðubúnir til viðræðna 22. ágúst 2006 19:45 Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran. Erlent Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira
Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira