Jafnt í frábærum leik í Árbænum

Fylkir og ÍA skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í Árbænum í kvöld. Skagamenn fóru afar illa að ráði sínu í síðari hálfleiknum, því Heimir Einarsson kom þeim í 3-1 á 79. mínútu leiksins. Þeir Sævar Þór Gíslason og Haukur Ingi Guðnason jöfnuðu fyrir Fylki með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Þrátt fyrir harða sókn Fylkis á lokamínútunum, tókst þeim þó ekki að tryggja sér sigurinn og Skagamenn því heppnir að tryggja sér stig eftir að hafa verið með leikinn í höndum sér.